90 fm | 3 herbergja | Verð 64.8 milj. | Áhv. 0
ÚTLISTUN
Skeifan kynnir reisulegt og mikið endurnýjað tvíbýlishús / einbýlishús í Teigahverfi. Húsið er í mjög góðu ástandi og flestir þættir þess hafa verið endurnýjaðir á liðnum árum. Húsið er vel staðsett við Laugardalinn, með góðri aðkomu og nægum bílastæðum. Í húsinu eru tvær íbúðir, sem báðar eru til sölu. Annars vegar er hæð, ris og bílskúr alls 202,1 fermetrar og hins vegar er 90,6 fermetra íbúð á jarðhæð. Gagnkvæmur forkaupsréttur stendur kaupendum til boða.
Íbúð 2: Jarðhæð 90,6m2 (FNR 201-9422)Íbúðin snýr vel við sólu, er með stórum gluggum og því björt. Íbúðin er með sérinngangi. Íbúðin var endurnýjuð að sumarið 2020. Eikarharðparkett er á flestum gólfum.
Komið er inn á flísalagðan gang (4m2) og þaðan inn í forstofu (8m2).
Stórt herbergi (18m2) og stofa (19m2) snúa út í garð gegnt suðri.
Rúmgott herbergi (10m2) snýr gegnt norðri.
Eldhús (11m2) er með Ikea innréttingu.
Baðherhergið (5m2) er flísalagt með gráum flísum og sturtu.
Þvottahús (11m2) er á jarðhæð. Þvottahúsið er í sameign með efri hæð, en hefur jafnan einungis verið notað af jarðhæð.
Íbúðin hefur tvær geymslur. Önnur (2m2) er undir stiga upp á miðhæð og hin (3m2) er útigeymsla undir tröppum.
Húsið
Húsið var byggt 1947 af Lúðvíki Þorgeirssyni (Lúllabúð), sem bjó ásamt fjölskyldu sinni í húsinu í 45 ár. Eftir eigendaskipti hefur húsið verið mikið endurnýjað.
2000~ Allar rafmagnslagnir hafa verið endurnýjaðar.
2000~ OR endurnýjaði allar lagnir í götu og vatnslagnir að húsinu. Í tengslum við það var garður endurnýjaður að hluta.
2000~ Hitalagnir (retúr) voru lagður í gangstétt og tröppur (rafmagn).
2004 Allt gler, gluggapóstar og opnanleg fög endurnýjuð.
2006 Þakefni endurnýjað með þakskífum frá BM Vallá. Steinrennur voru lagfærðar og þakpappi soðinn í rennur.
2009 Gert við múrhúð hússins og húsið endursteinað.
2014 Drenlagnir og hreinsibrunnar settar niður. Í tengslum við það voru lagnir undir húsinu myndaðar.
2015 Bílskúrinn endurnýjaður með nýrri bílskúrshurð og lömpum.
2020 Öll fráveita undir húsinu endurnýjuð að hreinsibrunni.
2020 Íbúð á jarðhæð algjörlega endurnýjuð. Nýtt baðherbergi, gólfefni, hurðir og eldhús.
2022 Innkeyrsla endurnýjuð og hitalögn (retúr) framlengd.
2022 Hitagrind í sameign endurnýjuð. Fráveita frá hreinsibrunni út í götu endurnýjuð.
2022 Endurræktun garðs hafin með jarðvegsskiptum og útplöntun runna og plantna.
SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1,6% fyrir lögaðila.
Stimpilgjald af kaupsamningi við fyrstu kaup einstaklings 0,4% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald lánastofnunar skv. skilyrðum hennar.
Þinglýsingargjald: Á kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skeifan fasteignamiðlun var stofnuð 25. apríl 1985 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár.