202 fm | 6 herbergja | Verð 135.8 milj. | Áhv. 0
ÚTLISTUN
Skeifan fasteignamiðlun s. 568-55-56 kynnir: Reisulegt og mikið endurnýjað tvíbýlishús / einbýlishús í Teigahverfi. Húsið er í mjög góðu ástandi og flestir þættir þess hafa verið endurnýjaðir á liðnum árum. Húsið er vel staðsett við Laugardalinn, með góðri aðkomu og nægum bílastæðum.
Í húsinu eru tvær íbúðir, sem báðar eru til sölu. Annars vegar er hæð, ris og bílskúr alls 202,1 fermetrar og hins vegar er 90,6 fermetra íbúð á jarðhæð. Gagnkvæmur forkaupsréttur stendur kaupendum til boða.
Íbúð 1: Hæð, ris og bílskúr 202,1m2; hæðin er 107,1 m2, risið er 71,6 m2. og bílskúr 23,4 m2 (FNR 201-9423)Íbúðin snýr vel við sólu og er því björt. Franskir gluggar eru áberandi, sem gefur gluggum skemmtilegt yfirbragð. Tréverk er að almennt hvítlakkað. Á neðri hæð eru glæsileg gerefti og góllistar og í loftum eru kverklistar. Eikarparkett er almennt á gólfum.
Komið er inn í forstofu (4m2), sem klædd er hvítlökkuðum viðarþiljum. Úr forstofunni er stigi upp á efri hæð klæddur nýlegu ljósu ullarteppi. Úr forstofunni er gengið um dyr með hurð með fösuðu gleri inn í hol.
Holið (9m2) er miðrými, sem tengir öll herbergi á hæðinni.
Stofur eru tvær (19 og 18m2) og hægt að aðskilja þær með rennihurð. Önnur rennihurð er milli vestari stofu og borðstofu/eldhúss, en hún hefur verið klædd af.
Borðstofa (21m2) er sambyggð eldhúsi. Eldhúsið er með sérsmíðaðri innréttingu með hvítlökkuðum hurðum. Í neðri skápum eru almennt skúffur, sem auðvelda aðgengi og efri skápar ná upp undir loft. Stór búrskápur. Á borðum er olíuborið eikarlímtré. Eldavélin eru tvær gashellur og tvær rafmagnshellur og yfir eldavél er vifta með útblæstri. Ofninn er á vegg í góðri vinnuhæð.
Gestasalerni (3m2) er flísalagt með gráleitum flísum. Gólfhiti.
Fataherbergi (3m2) er með skóhillum og rauðleitan línóleumdúk á gólfi. Gólfhiti.
(Gesta)Svefnherbergi (10m2) er á neðri hæð. Auðveldlega má síðan breyta eystri stofunni í svefnherbergi með því að loka milli stofanna og opna milli vestari stofu og borðstofu.
Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi (13, 18 og 12m2) með innbyggðum skápum. Herbergin eru stór og gólfrými nýtist vel þar sem risið er háreist.
Baðherbergi (8m2) er með hita í gólfi. Í því er baðkar með sturtu. Veggir við baðkar og gólf eru flísalögð. Innréttingin er sérsmíðuð með olíubornu birkilímtré á borði.
Þvottaherbergi (7m2) er með ljósum línóleumdúk á gólfi. Pláss er fyrir þvottavél og þurrkara. Íbúðin á einnig hlutdeild í þvottahúsi á jarðhæð.
Svalir eru á efri hæð yfir inngangi hússins. Svalirnar snúa móti suðaustri.
Yfir efri hæðinni er manngengt geymsluris. Niðurfellanlegur stigi er ofan á loftlúgu.
Bílskúrinn (23m2) er með hiti og heitt og kalt rennandi vatn. Tveir inngangar eru í skúrinn og stóra hurðin er rafknúin.
Húsið
Húsið var byggt 1947 af Lúðvíki Þorgeirssyni (Lúllabúð), sem bjó ásamt fjölskyldu sinni í húsinu í 45 ár. Eftir eigendaskipti hefur húsið verið mikið endurnýjað.
2000~ Allar rafmagnslagnir hafa verið endurnýjaðar.
2000~ OR endurnýjaði allar lagnir í götu og vatnslagnir að húsinu. Í tengslum við það var garður endurnýjaður að hluta.
2000~ Hitalagnir (retúr) voru lagður í gangstétt og tröppur (rafmagn).
2004 Allt gler, gluggapóstar og opnanleg fög endurnýjuð.
2006 Þakefni endurnýjað með þakskífum frá BM Vallá. Steinrennur voru lagfærðar og þakpappi soðinn í rennur.
2009 Gert við múrhúð hússins og húsið endursteinað.
2014 Drenlagnir og hreinsibrunnar settar niður. Í tengslum við það voru lagnir undir húsinu myndaðar.
2015 Bílskúrinn endurnýjaður með nýrri bílskúrshurð og lömpum.
2020 Öll fráveita undir húsinu endurnýjuð að hreinsibrunni.
2020 Íbúð á jarðhæð algjörlega endurnýjuð. Nýtt baðherbergi, gólfefni, hurðir og eldhús.
2022 Innkeyrsla endurnýjuð og hitalögn (retúr) framlengd.
2022 Hitagrind í sameign endurnýjuð. Fráveita frá hreinsibrunni út í götu endurnýjuð.
2022 Endurræktun garðs hafin með jarðvegsskiptum og útplöntun runna og plantna.
SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1,6% fyrir lögaðila.
Stimpilgjald af kaupsamningi við fyrstu kaup einstaklings 0,4% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald lánastofnunar skv. skilyrðum hennar.
Þinglýsingargjald: Á kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu sbr. kauptilboð.
Skeifan fasteignamiðlun var stofnuð 25. apríl 1985 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár.