SJÁ ALLAR MYNDIR
Hávallagata, 101 Reykjavík
296 fm | 8 herbergja | Verð Tilboð | Áhv. 0
ÚTLISTUN

Skeifan fasteignasala s. 568-5556 kynnir : Mjög vandað og virðulegt ca. 308 fm. steinsteypt einbýli í "fúnkisstíl" á þremur hæðum, teiknað af Einari Sveinssyni, við Hávallagötu í Reykjavík. Húsið stendur á yndislegum stað í Vesturbænum, rétt austan við Landakotstúnið.

Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Nánari lýsing :


Komið er inn í litla forstofu með marmaraflísum á gólfi. Úr forstofu tekur við hol/miðrými neðri hæðarinnar með nýjum marmaraflísum og góðum fataskáp, gólfhiti. Gestasalerni er nýlega flísalagt með upphengdu salerni og gólfhita.  Á neðri hæðinni eru þrjár fallegar samliggjandi stofur. Borðstofa, næst eldhúsi og dagstofa eru jafn stórar og "frönsk" rennihurð skilur þær að. Við hlið dagstofu er lítil stofa sem nú er notað sem bókaherbergi en gæti hæglega verið svefnherbergi ef þörf krefði. Gegnheilt niðurlímt eikarparket er á stofum og eldhúsi sem hæfa húsinu vel og auðvelt væri að meðhöndla og gera eins og nýtt. Úr stofu er gengið út á suðursvalir með tröppum niður á stóra timburverönd með skjólveggjum og heitum potti. Fallegur gróinn suðurgarður.

Við hlið borðstofu er eldhúsið með sérsmíðaðri rúmlega 30 ára eikarinnréttingu sem sannarlega stenst tímans tönn. Úr eldhúsi er lítil forstofa með útgangi á austurhlið hússins.

Úr holi er fallegur steinsteyptur teppalagður stigi upp á aðra hæð hússins. Stór hleðslugluggi á norðurhlið hússins hleypir góðri birtu inn í rýmið. Á efri hæðinni er stórt hol/miðrými sem tengir allar vistarverur hæðarinnar. Á hæðinni eru fimm svefnherbergi. Hjónaherbergið er mjög stórt með útgengi á suðursvalir. Tvö barnaherbergi eru mjög rúmgóð, en hin minni, og annað þeirra er nú notað sem fataherbergi. Baðherbergi og salerni eru aðskilin en baðherbergið væri unnt að stækka inn í fataherbergið sem er við hlið þess.

Loftplatan er steypt og stórt manngengt risloft er yfir hæðinni með góðu geymslurými og hillum.

Í kjallara hússins er þriggja herbergja íbúð með fullri lofthæð. Þar eru tvö rúmgóð svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Sér inngangur er á vestanverðu húsinu í íbúðina. Í kjallara eru jafnframt geymslur, tómtundaherbergi og þvottahús.

Innangengt er í bílskúrinn frá kjallara. Bískúrinn er 33,9 fm. eftir stækkun árið 1992.

Húsið stendur á 527 fm. eignarlóð.

Stutt samantekt um lagfæringar síðustu árin :

Þak var yfirfarið fyrir ári síðan og skipt var um kjöl að hluta. Hitalagnir voru endurnýjaðar rétt fyrir aldamótin og sett upp hitastýrt ofnlokakerfi frá Danfoss. Heimaæðar fyrir heitt og kalt vatn hafa verið endurnýjaðar. Ennfremur heimtaugar síma og rafmagns. Þriggja fasa rafmagn er í húsinu og raflagnir eru endurnýjaðar að hluta og eftir þörfum, ella er það upprunalegt. Ljósleiðari er kominn í húsið. Gler hefur verið endurnýjað eftir þörfum. Annars er allt gler gott nema að móða er sýnileg í einu gleri. Skólplagnir voru myndaðar árið 2012 og reyndust í góðu ástandi. Gangstétt fyrir framan húsið er upphituð frá Garðastræti að Blómvallagötu. Heitum potti og skjólveggjum var komið fyrir árið 2001. Hleðslugluggi á norðurhlið hússins var endurnýjaður árið 2002. Búið er að endursteypa efri svalir en frágangi og endursteiningu er ekki lokið. Ytra byrði hússins hefur verið lagfært að hluta. Hol nýlega flísalagt og gestasalerni gert upp..

Þetta er einstök eign á ákaflega góðum stað.

Allar upplýsingar veita löggiltir fasteignasalar Skeifunnar, Þórir s. 820-6786 og Eysteinn s. 896-6000.

 


SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1,6% fyrir lögaðila.
Stimpilgjald af kaupsamningi við fyrstu kaup einstaklings 0,4% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald lánastofnunar skv. skilyrðum hennar.
Þinglýsingargjald: Á kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Skeifan fasteignamiðlun var stofnuð 25. apríl 1985 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár. 

Einbýli

STÆRÐ
296
HERBERGI
8
BYGGINGARÁR
1936
VERÐ
0 KR
FASTEIGNAMAT
145.000.000
BRUNABÓTAMAT
76.270.000
ÁHVÍLANDI
0
BÍLSKÚR
1
SÉR INNGANGUR
Sér
ÞVOTTAHÚS
SENDA FYRIRSPURN

Senda fyrirspurn vegna

Hávallagata, 101 Reykjavík

Skilaboð send

ÚTLISTUN

Skeifan fasteignasala s. 568-5556 kynnir : Mjög vandað og virðulegt ca. 308 fm. steinsteypt einbýli í "fúnkisstíl" á þremur hæðum, teiknað af Einari Sveinssyni, við Hávallagötu í Reykjavík. Húsið stendur á yndislegum stað í Vesturbænum, rétt austan við Landakotstúnið.

Óskað er eftir tilboðum í eignina.

Nánari lýsing :


Komið er inn í litla forstofu með marmaraflísum á gólfi. Úr forstofu tekur við hol/miðrými neðri hæðarinnar með nýjum marmaraflísum og góðum fataskáp, gólfhiti. Gestasalerni er nýlega flísalagt með upphengdu salerni og gólfhita.  Á neðri hæðinni eru þrjár fallegar samliggjandi stofur. Borðstofa, næst eldhúsi og dagstofa eru jafn stórar og "frönsk" rennihurð skilur þær að. Við hlið dagstofu er lítil stofa sem nú er notað sem bókaherbergi en gæti hæglega verið svefnherbergi ef þörf krefði. Gegnheilt niðurlímt eikarparket er á stofum og eldhúsi sem hæfa húsinu vel og auðvelt væri að meðhöndla og gera eins og nýtt. Úr stofu er gengið út á suðursvalir með tröppum niður á stóra timburverönd með skjólveggjum og heitum potti. Fallegur gróinn suðurgarður.

Við hlið borðstofu er eldhúsið með sérsmíðaðri rúmlega 30 ára eikarinnréttingu sem sannarlega stenst tímans tönn. Úr eldhúsi er lítil forstofa með útgangi á austurhlið hússins.

Úr holi er fallegur steinsteyptur teppalagður stigi upp á aðra hæð hússins. Stór hleðslugluggi á norðurhlið hússins hleypir góðri birtu inn í rýmið. Á efri hæðinni er stórt hol/miðrými sem tengir allar vistarverur hæðarinnar. Á hæðinni eru fimm svefnherbergi. Hjónaherbergið er mjög stórt með útgengi á suðursvalir. Tvö barnaherbergi eru mjög rúmgóð, en hin minni, og annað þeirra er nú notað sem fataherbergi. Baðherbergi og salerni eru aðskilin en baðherbergið væri unnt að stækka inn í fataherbergið sem er við hlið þess.

Loftplatan er steypt og stórt manngengt risloft er yfir hæðinni með góðu geymslurými og hillum.

Í kjallara hússins er þriggja herbergja íbúð með fullri lofthæð. Þar eru tvö rúmgóð svefnherbergi, stofa, eldhús og baðherbergi. Sér inngangur er á vestanverðu húsinu í íbúðina. Í kjallara eru jafnframt geymslur, tómtundaherbergi og þvottahús.

Innangengt er í bílskúrinn frá kjallara. Bískúrinn er 33,9 fm. eftir stækkun árið 1992.

Húsið stendur á 527 fm. eignarlóð.

Stutt samantekt um lagfæringar síðustu árin :

Þak var yfirfarið fyrir ári síðan og skipt var um kjöl að hluta. Hitalagnir voru endurnýjaðar rétt fyrir aldamótin og sett upp hitastýrt ofnlokakerfi frá Danfoss. Heimaæðar fyrir heitt og kalt vatn hafa verið endurnýjaðar. Ennfremur heimtaugar síma og rafmagns. Þriggja fasa rafmagn er í húsinu og raflagnir eru endurnýjaðar að hluta og eftir þörfum, ella er það upprunalegt. Ljósleiðari er kominn í húsið. Gler hefur verið endurnýjað eftir þörfum. Annars er allt gler gott nema að móða er sýnileg í einu gleri. Skólplagnir voru myndaðar árið 2012 og reyndust í góðu ástandi. Gangstétt fyrir framan húsið er upphituð frá Garðastræti að Blómvallagötu. Heitum potti og skjólveggjum var komið fyrir árið 2001. Hleðslugluggi á norðurhlið hússins var endurnýjaður árið 2002. Búið er að endursteypa efri svalir en frágangi og endursteiningu er ekki lokið. Ytra byrði hússins hefur verið lagfært að hluta. Hol nýlega flísalagt og gestasalerni gert upp..

Þetta er einstök eign á ákaflega góðum stað.

Allar upplýsingar veita löggiltir fasteignasalar Skeifunnar, Þórir s. 820-6786 og Eysteinn s. 896-6000.

 


SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1,6% fyrir lögaðila.
Stimpilgjald af kaupsamningi við fyrstu kaup einstaklings 0,4% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald lánastofnunar skv. skilyrðum hennar.
Þinglýsingargjald: Á kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Skeifan fasteignamiðlun var stofnuð 25. apríl 1985 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár. 

SJÁ Á KORTI

SJÁ GOOGLE STREETVIEW