SJÁ ALLAR MYNDIR
Egilsmói, 270 Mosfellsbær
316 fm | 9 herbergja | Verð Tilboð | Áhv. 0
ÚTLISTUN

Skeifan fasteignasala s. 568-5556 hefur fengið athyglisverða eign í sölu, Egilsmóa 12 (Breiðafit) í Mosfellsdalnum. Egilsmói 12 er 8.243 fm. spilda ásamt mannvirkjum. Það er aðeins 5 mínútna akstur frá jaðri byggðarkjarna Mosfellsbæjar á staðinn. Mannvirkin standa töluvert frá þjóðveginum og óhætt er að segja að þarna sé friðsælt athvarf og sælureitur, eiginlega sveit í borg.
Samkvæmt fasteignayfirliti Þjóðskrár Íslands eru skráð mannvirki á spildunni eftirfarandi :

Matshluti 010101, 174,8 fm. einbýlíshús, byggt árið 1976. Útleigumöguleiki.
Matshluti 010102, 30 fm. bílskúr, byggður árið 1976.
Matshluti 020101, 111,5 fm. hesthús, byggt árið 2006. Nú er þar innréttuð íbúð. Útleigumöguleiki.

Nánari lýsing á einbýlishúsi :


Komið er inn í góða flísalagða forstofu með fataskáp. Úr forstofunni er komið inn í hol/miðrými með marmaraflísum á gólfi sem flæða inn í eldhúsið sem er strax á vinstri hönd. Eldhúsið er bjart og rúmgott með snyrtilegri hvítri innréttingu og góðum borðkrók. Áfram úr holinu eru bjartar og fínar samliggjandi stofa og borðstofa með fallegu nýuppgerðu beykiparketi. Úr stofunni er gengið út á góðan timburpall með síðdegissól.
Úr holinu er gengið inn í rúmgóðan svefnherbergisgang með beykiparketi. Á ganginum eru tvö góð barnaherbergi og rúmgott hjónaherbergi með fínum fataskáp. Á ganginum er ennfremur rúmgott baðherbergi með gólfflísum og flísaþiljum á veggjum, nýlegu stóru baðkari með sturtuaðstöðu, upphengdu salerni og góðum glugga. Hvít snyrtileg innrétting og tvennar handlaugar.

Af svefnherbergisgangi er svo gengið niður eitt skref þar sem er flísalagður gangur. Snyrtilegt flísalagt þvottahús með innréttingu og skolvaski er þar. Í raun væri unnt að nýta þennan hluta hússins til útleigu því þar er jafnframt sér inngangur, stórt anddyri, gott parketlagt svefnherbergi og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og upphengdu salerni.

Góður timburpallur er við húsið sem snýr vel við sólu. Húsið er klætt með viðhaldsfríu plastefni sem að líkist timbri.

Samfastur íbúðarhúsinu er fullbúinn snyrtilegur 30 fm. bílskúr.

Nánari lýsing á aukahúsi :


Aukahúsið var upphaflega byggt sem hesthús árið 2006 en er nú notað til íbúðar. Ytra byrði hússins virðist í góðu lagi. Húsið skiptist í anddyri eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Það þarfnast standsetningar að hluta til innan dyra. Húsið býður engu að síður upp á töluverða möguleika. Við húsið er ágætt garðhús sem mætti nýta á ýmsa vegu og annar skúr töluvert minni.
Á spildunni er jafnframt gróðurhús og skúrar til ýmissa nota.
Í jaðri spildunnar í suðvestri rennur Suðurá og afmarkar hún landamerki þar.

Þetta er kjörinn staður fyrir hestafólk og upplagt fyrir alla þá sem vilja njóta náttúrunnar burt frá ys og þys borgarlífsins en geta jafnframt sótt alla þjónustu stuttan veg. Útleigumöguleikar.


 


SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1,6% fyrir lögaðila.
Stimpilgjald af kaupsamningi við fyrstu kaup einstaklings 0,4% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald lánastofnunar skv. skilyrðum hennar.
Þinglýsingargjald: Á kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Skeifan fasteignamiðlun var stofnuð 25. apríl 1985 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár. 

Einbýli

STÆRÐ
316
HERBERGI
9
BYGGINGARÁR
1976
VERÐ
0 KR
FASTEIGNAMAT
72.600.000
BRUNABÓTAMAT
86.330.000
ÁHVÍLANDI
0
BÍLSKÚR
1
SÉR INNGANGUR
Sér
ÞVOTTAHÚS
SENDA FYRIRSPURN

Senda fyrirspurn vegna

Egilsmói, 270 Mosfellsbær

Skilaboð send

ÚTLISTUN

Skeifan fasteignasala s. 568-5556 hefur fengið athyglisverða eign í sölu, Egilsmóa 12 (Breiðafit) í Mosfellsdalnum. Egilsmói 12 er 8.243 fm. spilda ásamt mannvirkjum. Það er aðeins 5 mínútna akstur frá jaðri byggðarkjarna Mosfellsbæjar á staðinn. Mannvirkin standa töluvert frá þjóðveginum og óhætt er að segja að þarna sé friðsælt athvarf og sælureitur, eiginlega sveit í borg.
Samkvæmt fasteignayfirliti Þjóðskrár Íslands eru skráð mannvirki á spildunni eftirfarandi :

Matshluti 010101, 174,8 fm. einbýlíshús, byggt árið 1976. Útleigumöguleiki.
Matshluti 010102, 30 fm. bílskúr, byggður árið 1976.
Matshluti 020101, 111,5 fm. hesthús, byggt árið 2006. Nú er þar innréttuð íbúð. Útleigumöguleiki.

Nánari lýsing á einbýlishúsi :


Komið er inn í góða flísalagða forstofu með fataskáp. Úr forstofunni er komið inn í hol/miðrými með marmaraflísum á gólfi sem flæða inn í eldhúsið sem er strax á vinstri hönd. Eldhúsið er bjart og rúmgott með snyrtilegri hvítri innréttingu og góðum borðkrók. Áfram úr holinu eru bjartar og fínar samliggjandi stofa og borðstofa með fallegu nýuppgerðu beykiparketi. Úr stofunni er gengið út á góðan timburpall með síðdegissól.
Úr holinu er gengið inn í rúmgóðan svefnherbergisgang með beykiparketi. Á ganginum eru tvö góð barnaherbergi og rúmgott hjónaherbergi með fínum fataskáp. Á ganginum er ennfremur rúmgott baðherbergi með gólfflísum og flísaþiljum á veggjum, nýlegu stóru baðkari með sturtuaðstöðu, upphengdu salerni og góðum glugga. Hvít snyrtileg innrétting og tvennar handlaugar.

Af svefnherbergisgangi er svo gengið niður eitt skref þar sem er flísalagður gangur. Snyrtilegt flísalagt þvottahús með innréttingu og skolvaski er þar. Í raun væri unnt að nýta þennan hluta hússins til útleigu því þar er jafnframt sér inngangur, stórt anddyri, gott parketlagt svefnherbergi og baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtuklefa og upphengdu salerni.

Góður timburpallur er við húsið sem snýr vel við sólu. Húsið er klætt með viðhaldsfríu plastefni sem að líkist timbri.

Samfastur íbúðarhúsinu er fullbúinn snyrtilegur 30 fm. bílskúr.

Nánari lýsing á aukahúsi :


Aukahúsið var upphaflega byggt sem hesthús árið 2006 en er nú notað til íbúðar. Ytra byrði hússins virðist í góðu lagi. Húsið skiptist í anddyri eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Það þarfnast standsetningar að hluta til innan dyra. Húsið býður engu að síður upp á töluverða möguleika. Við húsið er ágætt garðhús sem mætti nýta á ýmsa vegu og annar skúr töluvert minni.
Á spildunni er jafnframt gróðurhús og skúrar til ýmissa nota.
Í jaðri spildunnar í suðvestri rennur Suðurá og afmarkar hún landamerki þar.

Þetta er kjörinn staður fyrir hestafólk og upplagt fyrir alla þá sem vilja njóta náttúrunnar burt frá ys og þys borgarlífsins en geta jafnframt sótt alla þjónustu stuttan veg. Útleigumöguleikar.


 


SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1,6% fyrir lögaðila.
Stimpilgjald af kaupsamningi við fyrstu kaup einstaklings 0,4% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald lánastofnunar skv. skilyrðum hennar.
Þinglýsingargjald: Á kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Skeifan fasteignamiðlun var stofnuð 25. apríl 1985 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár. 

SJÁ Á KORTI

SJÁ GOOGLE STREETVIEW