SJÁ ALLAR MYNDIR
Reykjamörk, 810 Hveragerði
175 fm | 5 herbergja | Verð 47.9 milj. | Áhv. 0
ÚTLISTUN


Skeifan fasteignasala s. 568-5556 kynnir : Mikið endurnýjað 5 herbergja 175,4 fm. einbýli þ.m.t. 30 fm. bílskúr á 1.216 fm. hornlóð við Reykjamörk í Hveragerði.
HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR STRAX.

Nánari lýsing :

Komið er inn í forstofu með ágætum flísum. Inn af forstofunni er gestasalerni með sömu flísum og upphengdu salerni. Gegnt forstofu er ágætt þvottahús og þar fyrir innan er geymsla og lítið búr. Úr forstofu er komið inn í rúmgott hol/miðrými íbúðarinnar. Húsið er byggt í U með góðum gluggastæðum sem gerir það sérlega bjart. Á holi, eldhúsi, stofu og svefnherbergisgangi eru nýjar fallegar ljósgráar flísar frá Agli Árnasyni. Á hægri hönd við holið er opið eldhús með nýrri Ikeainnréttingu í háglans, góð tæki, eldunareyja og spanhelluborð. Opið er inn í ágætar samliggjandi stofu og borðstofu. Þaðan er útgengt á stóra og skjólríka timburverönd sem húsið í raun rammar inn. Inn af eldhúsi er rúmgott svefnherbergi.
Á svefnherbergisgangi er ágætt hjónaherbergi með góðum fataskáp og tvö barnaherbergi. Snyrtilegt plastparket er á herbergjunum. Baðherbergi er flísalagt steingráum flísum með baðkari, upphengdu salerni og steyptum sturtuklefa.

Lóðin er mjög stór og gróin og býður upp á mikla möguleika. Gott leiksvæði fyrir börn. Stutt í alla þjónustu, verslanir og skóla.

Stutt yfirlit um endurbætur sem gerðar hafa verið nýlega :

Árið 2011 var settur nýr þakpappi á allt húsið og bílskúrinn. Þá voru ofnalagnir einnig teknar í gegn. Frárennslislagnir í húsinu voru fóðraðar með epoxysokk árið 2015. Nýjar flísar eru á stofu, eldhúsi, forstofu og gestabaðherbergi. Jafnframt er eldhúsinnréttingin er ný. Baðherbergi endurnýjað árið 2014.
Nýir sérsniðnir PVC viðhaldsfríir gluggar (með körmum) hafa verið keyptir í allt húsið og eru komnir á staðinn og þeir munu fylgja með í kaupum. Þegar gluggarnir eru komnir í og ytra byrði hússins hefur verið lagfært má segja að það sé algerlega endurnýjað.

Eignin getur verið laus við kaupsamning.

Allar upplýsingar veita löggiltir fasteignasalar Skeifunnar, Þórir s. 568-5556 og Eysteinn s. 896-6000.

 


SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1,6% fyrir lögaðila.
Stimpilgjald af kaupsamningi við fyrstu kaup einstaklings 0,4% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald lánastofnunar skv. skilyrðum hennar.
Þinglýsingargjald: Á kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Skeifan fasteignamiðlun var stofnuð 25. apríl 1985 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár. 

Fjölbýli

STÆRÐ
175
HERBERGI
5
BYGGINGARÁR
1967
VERÐ
47.900.000 KR
FASTEIGNAMAT
39.350.000
BRUNABÓTAMAT
51.440.000
ÁHVÍLANDI
0
BÍLSKÚR
1
SÉR INNGANGUR
Sér
ÞVOTTAHÚS
SENDA FYRIRSPURN

Senda fyrirspurn vegna

Reykjamörk, 810 Hveragerði

Skilaboð send

ÚTLISTUN


Skeifan fasteignasala s. 568-5556 kynnir : Mikið endurnýjað 5 herbergja 175,4 fm. einbýli þ.m.t. 30 fm. bílskúr á 1.216 fm. hornlóð við Reykjamörk í Hveragerði.
HÚSIÐ ER LAUST TIL AFHENDINGAR STRAX.

Nánari lýsing :

Komið er inn í forstofu með ágætum flísum. Inn af forstofunni er gestasalerni með sömu flísum og upphengdu salerni. Gegnt forstofu er ágætt þvottahús og þar fyrir innan er geymsla og lítið búr. Úr forstofu er komið inn í rúmgott hol/miðrými íbúðarinnar. Húsið er byggt í U með góðum gluggastæðum sem gerir það sérlega bjart. Á holi, eldhúsi, stofu og svefnherbergisgangi eru nýjar fallegar ljósgráar flísar frá Agli Árnasyni. Á hægri hönd við holið er opið eldhús með nýrri Ikeainnréttingu í háglans, góð tæki, eldunareyja og spanhelluborð. Opið er inn í ágætar samliggjandi stofu og borðstofu. Þaðan er útgengt á stóra og skjólríka timburverönd sem húsið í raun rammar inn. Inn af eldhúsi er rúmgott svefnherbergi.
Á svefnherbergisgangi er ágætt hjónaherbergi með góðum fataskáp og tvö barnaherbergi. Snyrtilegt plastparket er á herbergjunum. Baðherbergi er flísalagt steingráum flísum með baðkari, upphengdu salerni og steyptum sturtuklefa.

Lóðin er mjög stór og gróin og býður upp á mikla möguleika. Gott leiksvæði fyrir börn. Stutt í alla þjónustu, verslanir og skóla.

Stutt yfirlit um endurbætur sem gerðar hafa verið nýlega :

Árið 2011 var settur nýr þakpappi á allt húsið og bílskúrinn. Þá voru ofnalagnir einnig teknar í gegn. Frárennslislagnir í húsinu voru fóðraðar með epoxysokk árið 2015. Nýjar flísar eru á stofu, eldhúsi, forstofu og gestabaðherbergi. Jafnframt er eldhúsinnréttingin er ný. Baðherbergi endurnýjað árið 2014.
Nýir sérsniðnir PVC viðhaldsfríir gluggar (með körmum) hafa verið keyptir í allt húsið og eru komnir á staðinn og þeir munu fylgja með í kaupum. Þegar gluggarnir eru komnir í og ytra byrði hússins hefur verið lagfært má segja að það sé algerlega endurnýjað.

Eignin getur verið laus við kaupsamning.

Allar upplýsingar veita löggiltir fasteignasalar Skeifunnar, Þórir s. 568-5556 og Eysteinn s. 896-6000.

 


SKEIFAN SKILAR ÁRANGRI

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0,8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1,6% fyrir lögaðila.
Stimpilgjald af kaupsamningi við fyrstu kaup einstaklings 0,4% af fasteignamati eignar.
Lántökugjald lánastofnunar skv. skilyrðum hennar.
Þinglýsingargjald: Á kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.000 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu sbr. kauptilboð.

Skeifan fasteignamiðlun var stofnuð 25. apríl 1985 og hefur því verið starfandi í yfir 30 ár. 

SJÁ Á KORTI

SJÁ GOOGLE STREETVIEW